Persónuvernd
Líf og starf ehf. Kt: 5308140-680 er eigandi að vefsíðunni hugrunlinda.is
Eiganda er umhugað að meðhöndla persónulegar upplýsingar og önnur gögn sem safnast á
faglegan og öruggan hátt. Persónuverndarstefna okkar upplýsir viðskiptavini, starfsmenn,
einstaklinga og samstarfsaðila hvernig gögnum er safnað og hvernig er unnið með þær
upplýsingar.
Hvenær á þessi stefna við?
Persónuverndarstefna Líf og starf á við þegar við, nýtum, söfnum eða vinnum að öðru leyti
persónuupplýsingar sem varða samband þitt við okkur sem viðskiptavinur eða tilvonandi
viðskiptavinur.
Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem auðkenna þig á einhvern hátt. Sem dæmi má nefna
nafnið þitt, heimilisfang, netfang, símanúmer, kaupsaga þín, og svo framvegis.
Við vinnum eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga:
Upplýsingar sem þú veitir okkur við kaup á þjónustu eða varningi:
- Nafn þitt, tölvupóstfang, símanúmer.
- Heimilisfang greiðanda og heimilisfang viðtakanda (ef það er ekki það sama).
- Hvaða vörur þú kaupir, í hvaða magni, og hvenær.
- Greiðsluaðferð, þó geymum við aldrei greiðslukortanúmer.
- Aðrar upplýsingar sem þú veitir okkur í greiðsluferli.
- Við gætum geymt upplýsingar um kaupsögu þína
Í hvaða tilgangi vinnum við persónuupplýsingar um þig?
Tilgangur með vinnslu persónuupplýsinga þinna er til þess að við getum veitt þér þá þjónustu
sem þú hefur óskað eftir. Við þurfum að nota upplýsingar eins og nafn, kennitölu, netfang,
símanúmer og heimilisfang greiðanda til þess að geta gengið frá greiðslu og til að senda þér
þær vörur sem þú hefur keypt hvort sem það er rafrænt eða á annan hátt. Símanúmer notum við
til að vera í sambandi við þig varðandi þátttöku í námskeiðum eða til að senda þér sms þegar þú
átt tíma eða minna þig á námskeið sem þú hefur skráð þig á. Eins notum við netfang og
símanúmer til að tilkynna breytingar og almennt til að vera í góðum samskiptum varðandi þá
vöru eða þjónustu sem þú hefur keypt.
Við geymum kaupsögu þína fyrst og fremst til þess að geta þjónustað þig um fyrri pantanir og til
þess að þú getir haft yfirsýn yfir fyrri kaup.
Við munum einungis senda þér markaðsefni ef þú hefur samþykkt skráningu á póstlistann okkar
eða gefið leyfi á annan hátt.
Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar þínar?
Persónuupplýsingar þínar verða geymdar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem þær
eru ætlaðar til vinnslu. Persónuupplýsingar eru þó ekki unnar eða geymdar lengur en lög leyfa.
Hvenær deilum við persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila?
Við gætum þurft að miðla persónuupplýsingum þínum til þriðja aðila til þess að geta efnt
samning við þig, sinnt þér að öðru leiti sem viðskiptavini eða í öðrum lögmætum tilgangi.
Við gætum deilt persónuupplýsingum þínum til aðila sem veita okkur fjarskipta-,
upplýsingatækniþjónustu, sem og aðra þjónustu sem tengist vinnslu og er liður í rekstri
fyrirtækisins. Þetta geta verið aðilar eins og greiðslu- og kreditkortafyrirtæki,
póstflutningsfyrirtæki, eða aðilar sem vinna fyrir okkur gögn til að veita þér þjónustu, vörur eða
markaðsefni.
Bókhaldsgögn
Bókhaldsgögn eru geymd í samræmi við lög og reglur um færslu bókhalds og varðveislu þess.
Við höfum ekki stjórn á vefsíðum þriðja aðila
Á vefsíðum okkar kunna að vera tenglar á vefsíður samstarfsaðila, auglýsenda og annars þriðja
aðila. Ef smellt er á tengil í einhverja af þessum vefsíðum skal haft í huga að um þær gilda aðrar
persónuverndarreglur en okkar og að við tökum enga ábyrgð á viðkomandi reglum.
Tengiliðaupplýsingar
Ef óskað er nánari upplýsinga um persónuverndarstefnu skal hafa samband í síma 898-0500
eða í gegnum netfangið [email protected]. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi
þeirra persónuupplýsinga sem viðskiptavinir treysta okkur fyrir.
Síðast uppfært 16. apríl 2025