Hugrún Linda

Hugarfar - Heilsa - Hamingja - Hugrekki - Heilindi

HEILDRÆN NÁLGUN

Raunveruleg vellíðan byggist á heild – að hugur, líkami og tilvera tali saman. Með Mind Body Medicine og gagnreyndum aðferðum hjálpa ég fólki að skilja tengsl hugsana, tilfinninga og líkamsviðbragða, svo jafnvægi og heilsa fái að blómstra.

VALDEFLING OG NÆRVERA 

Í allri vinnu minni legg ég áherslu á að mæta fólki af virðingu og með virkri hlustun. Með jákvæðri sálfræði, ACT og markþjálfun styð ég fólk til að taka ábyrgð á eigin lífi, efla sjálfsvitund og rækta hugrekki til að lifa í samræmi við gildi sín.

SEIGLA OG TILGANGUR

Að læra að bregðast við lífinu með yfirvegun og innri ró í stað sjálfstýringar og mótstöðu er kjarninn í minni vinnu. Ég kenni aðferðir sem róa taugakerfið, efla seiglu og stuðla að sálrænum sveigjanleika, þannig að þú getir skapað líf sem byggir á jafnvægi, tilgangi og sátt.

Bókaðu viðtal

Bókaðu fyrsta tímann og við tökum stöðuna saman.

HAFA SAMBAND

ÉG ER HUGRÚN LINDA 

Ég heiti Hugrún Linda og býð upp á handleiðslu, markþjálfun, ráðgjöf, streitustjórnun, samtalsmeðferð, fræðslu, námskeið og vinnustofur. Mitt markmið er að aðstoða fólk í að skapa veldæld í lífi og starfi.

Velsæld vísar til heildrænnar nálgunnar á líðan og þess að manni farnist vel í lífinu, bæði innra með sér og í ytri aðstæðum. Hún nær yfir líkamlega, andlega, tilfinningalega og félagslega vellíðan, auk upplifunar á tilgangi, öryggi og tengslum. Velsæld snýst ekki eingöngu um hamingju eða vellíðan hverju sinni, heldur um stöðuga tilfinningu fyrir jafnvægi, færni til að takast á við áskoranir og að lifa í samræmi við eigin gildi og styrkleika - Að upplifa jafnvægi, vellíðan og sátt flesta daga.  

Að fá að fylgja fólki á leið sinni til aukinnar velsældar, seiglu og sjálfstrausts veitir mér djúpa gleði og tilgang í starfi. 

 MENNTUN OG REYNSLA

 

Ég hef alla tíð haft áhuga á því hvað gerir lífið innihaldsríkt, hvað hefur áhrif á að lífið gangi vel og hvernig hægt er að auka hamingju og vellíðan – hvernig við getum tekist á við álag og breytingar án þess að missa tengslin við okkur sjálf. Þessi forvitni leiddi mig í nám og starf þar sem heilsa, hugarfar og seigla mætast.

Ég er félagsráðgjafi með meistararéttindi og starfsréttindi frá Landlækni. Ég hef lokið diplómanámi í jákvæðri sálfræði, faglegri handleiðslu og mannauðsstjórnun auk þess að vera vottaður markþjálfi. Ég hef sérhæft mig í núvitund, streitustjórnun og seigluþjálfun og kenni aðferðir byggðar á Mind Body Medicine hugmyndafræðinni frá Harvard Medical School og Benson-Henry Institute for Mind Body Medicine. Auk þess er ég Jóga Nidra kennari.

Á síðustu árum hef ég unnið með fjölbreyttum hópi fólks – bæði einstaklingum og fyrirtækjum – Ég vinn með þætti eins og álag, streitu og kulnun, ýmsa erfiðleika, lífskreppur, vinnutengda þætti, sjálfseflingu og þætti til að auka lífgæði, gleði, orku, hamingju og vellíðan, eins hjálpa fólki að móta skýra framtíðarsýn. Ég hef starfað sjálfstætt sem ráðgjafi, markþjálfi og kennari, líka innan heilbrigðiskerfisins, hjá VIRK, í geðheilsuteymi og sem handleiðari fyrir stjórnendur og fagfólk. Áður sinnti ég mannauðsmálum og rekstri í viðskiptalífinu og hef einnig verið hluti af áfalla- og neyðarteymi Rauða krossins.

Allt þetta hefur kennt mér að raunveruleg umbreyting á sér ekki stað með flóknum kenningum – heldur þegar við stöldrum við, hlustum og mætum okkur sjálfum af forvitni og kærleika. Þar hef ég fundið mitt hlutverk: Að styðja fólk til að lifa heilbrigðara, meðvitaðra og mildara lífi – í góðu jafnvægi og í takt við eigin gildi.

Viltu efla lífsgæði, auka hamingju, upplifa meiri ánægju og gleði og efla vellíðan og velgengi í eigin lifi. 

Fáðu ókeypis vinnubókina sem byggir á jákvæðri sálfræði  " Grunnur að góðu lífi" senda til þín

SAMFÉLAGSMIÐLAR

FYLGDU MÉR Á SAMFÉLAGSMIÐLUM