Einkaviðtöl


Á staðnum eða í fjarþjónustu 

Í einkaviðtölum legg ég áherslu á að mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur með virkri hlustun og virðingu.
Ég vinn út frá þörfum og markmiðum hvers og eins. Aðferðirnar eru alltaf aðlagaðar einstaklingnum en byggja á traustum faglegum grunni.
Ég nota heildræna nálgun þar sem bæði andleg og líkamleg líðan eru höfð í fyrirrúmi.
Áherlsur og markmið í einstaklingsvinnu geta verið misjöfn og hef ég því skipt niður þjónustunni sem ég býð uppá.
Þú þarft ekki endilega að vita fyrirfram hvað hentar þér, þú kemur bara í fyrsta tímann og við finnum útúr þessu saman.

Handleiðsla

Handleiðsla er starfstengt faglegt samtalsferli sem veitir rými til ígrundunar, stuðnings og þróunar í starfi. Hún eflir faglega sjálfsmeðvitund, styrkir hæfni og skapar vettvang til að skoða áskoranir, gildi og markmið. Handleiðsla hefur jafnframt mikilvægt forvarnargildi þar sem hún styður við jafnvægi, dregur úr álagi og getur komið í veg fyrir streitu og kulnun.
Hentar fyrir: Fagfólk og stjórnendur sem vilja efla faglegt sjálfstraust, þróast í starfi og viðhalda vellíðan bæði í starfi og einkalífi.

Frekari upplýsingar

Markþjálfun

Markþjálfun er ferli sem hjálpar þér að móta skýra framtíðarsýn og stefnu í lífi og starfi. Með markvissum spurningum og ígrundun færðu stuðning til að greina hvað skiptir þig raunverulega máli, hvernig þú nýtir styrkleika þína og hvaða skref leiða þig nær markmiðum þínum. Markþjálfun stuðlar að aukinni vellíðan, sjálfstrausti og árangri – bæði faglega og persónulega.
Hentar fyrir: Einstaklinga sem vilja skýra forgangsröðun, skapa framtíðarsýn og ná fram jákvæðum og varanlegum breytingum í lífi og starfi.

 

Streituráðgjöf

Í streituráðgjöf er unnið með áhrif streitu á huga, líkama og líðan. Við greinum hvað veldur álagi, hvaða einkenni eru til staðar og hvernig hægt er að bregðast við þeim á uppbyggilegan hátt. Þú lærir aðferðir til að skapa innri ró, auka seiglu og fyrirbyggja kulnun.
Hentar fyrir: Alla sem finna fyrir miklu álagi, vilja öðlast betri stjórn á eigin líðan og finna leiðir til að endurheimta orku og jafnvægi.

Samtalsmeðferð

Samtalsmeðferð býður upp á öruggt rými þar sem þú getur unnið með líðan, samskipti, sjálfsmynd eða aðstæður sem reynast krefjandi. Með faglegum stuðningi færð þú tækifæri til að skilja þig sjálfa(n) betur, vinna úr erfiðleikum og þróa nýjar leiðir til að takast á við daglegt líf.
Hentar fyrir: Einstaklinga sem vilja styrkja sjálfsmynd, vinna sig í gegnum áskoranir eða lífskreppur og auka vellíðan. 

Hafðu samband.

 
Markmiðin okkar eru mismunandi, og því nálgast ég hvern einstakling út frá hans stöðu og þörfum.
Bókaðu viðtal og við finnum út saman hvaða þjónusta hentar þér best. 
Hafa samband

„Hversu mikil áhrif hefur streita á þig?“

Taktu ókeypis streituprófið mitt og fáðu innsýn í stöðu þína!