HANDLEIÐSLA

Stuðningur - Speglun - Skýrleiki - Styrkur Seigla

STUÐNINGUR Í STARFI

 Handleiðsla veitir faglegan og nærandi stuðning í daglegum störfum. Þú færð rými til að vinna úr áskorunum, styrkja faglegt öryggi og efla hæfni í ákvörðunum og samskiptum. Með markvissri ígrundun, endurgjöf og leiðsögn eykst skýrleiki í hlutverki, álag minnkar og seigla eflist. Stuðningurinn sem skapast í handleiðslu styrkir þína fagmennsku, hjálpar þér að takast á við álag og sinna starfi þínu með meiri ró, festu og vellíðan.

FAGLEGUR OG PERSÓNULEGUR VÖXTUR 

Handleiðsla veitir öruggt og nærandi rými til að dýpka sjálfsvitund, efla faglega færni og styrkja sjálfstraust. Þar færðu tækifæri til að staldra við, ígrunda reynslu þína, læra af áskorunum og móta skýrari stefnu. Með markvissum stuðningi skapast forsendur fyrir raunverulegan faglegan og persónulegan vöxt, aukið jafnvægi, öryggi í ákvarðanatöku og sterkari tengingu við eigin gildi og styrkleika.

BETRI SAMSKIPTI OG VELLÍÐAN

Handleiðsla styður við þróun heilbrigðra og uppbyggilegra samskipta, eykur skilning á eigin viðbrögðum og styrkir færni í tengslum við aðra. Í öruggu rými skapast tækifæri til að vinna með áskoranir í samskiptum, efla sjálfstjáningu og byggja upp traust og skýr mörk. Með auknum skilningi, sjálfsvitund og betri samskiptahæfni eflist vellíðan bæði í starfi og einkalífi, sem hefur jákvæð áhrif á líðan, samstarf og lífsgæði.

Bókaðu fyrsta tímann og við tökum stöðuna saman

HAFA SAMBAND

Handleiðsla - Stuðningur, vöxtur og faglegur þroski

Markmið handleiðslu er að styðja við faglegt hlutverk, efla sjálfsþekkingu og styrkja einstaklinga í starfi. Í handleiðslu gefst rými til að skoða áskoranir, álag og siðferðileg álitamál sem upp koma í starfi. Einnig er unnið með lausnamiðaða nálgun og áhersla lögð á að efla styrkleika, fagmennsku og vellíðan.

Rannsóknir sýna að markviss handleiðsla getur dregið úr streitu, minnkað kulnun og aukið starfsánægju. Með handleiðslu eflist fagleg geta og hæfni til að takast á við flókin verkefni. Handleiðsla stuðlar að betri samskiptum, auknu sjálfstrausti og dýpri skilningi á eigin hlutverki og mörkum í starfi. Hún er jafnframt mikilvæg fyrir faglega endurmenntun og vellíðan á vinnustað.

Ávinningur fyrir einstaklinginn

Handleiðsla eykur sjálfsvitund, styrkir faglegt öryggi, bætir ákvarðanatöku og styður við meira jafnvægi og vellíðan í starfi og lífi.

  • Stuðningur og úrvinnsla vegna álags
    Öruggur vettvangur til að ræða tilfinningar og álag sem fylgir starfinu – dregur úr streitu og eykur seiglu.

  • Eflir sjálfsþekkingu og sjálfstraust
    Ígrundun og sjálfsskoðun leiða til skýrari sjálfsmyndar og aukins öryggis í starfi og lífi.

  • Betri hæfni í samskiptum
    Þjálfun í að takast á við erfið samtöl og ágreining á uppbyggilegan hátt.

  • Aukið jafnvægi og endurhleðsla
    Handleiðsla skapar rými til að hlaða sig andlega, endurmeta mörk og skapa jafnvægi vinnu og einkalífs. 

Ávinningur fyrir vinnuveitendur og stofnanir

Fagleg handleiðsla er öflugt stjórntæki fyrir vinnuveitendur sem vilja byggja upp heilbrigt, traust og faglegt vinnuumhverfi.

Með reglulegri handleiðslu má:

  • Draga úr kulnun og fjarvistum

  • Auka starfsánægju og tryggð við vinnustað

  • Efla samskipti og faglega menningu

  • Styðja markvissa fagþróun og endurmenntun

  • Bæta þjónustu við skjólstæðinga og viðskiptavini

 

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar eða panta tíma

Handleiðsla - Fyrirkomulag

Handleiðsla er sveigjanleg þjónusta sem má aðlaga þörfum og aðstæðum. Hún getur farið fram sem einstaklings- eða hóphandleiðsla, annaðhvort í eigin persónu eða á fjarfundi – allt eftir því hvað hentar best.

Í upphafi fer fram samtal þar sem markmið, væntingar og áherslur eru ræddar.
Síðan ákveðum við:

  • Fjölda funda og tíðni – til dæmis mánaðarlega eða eftir samkomulagi.
  • Lengd hvers fundar – einstaklingshandleiðsa er 55 mínútur en hóphandleiðsla er 90 - 120 mínútur.
  • Áherslur og nálgun – Þú velur hvað þú vilt leggja áherslu á í handleiðslunni og hvað þú vilt fá út úr henni. 

Handleiðsla er yfirleitt langtíma samstarf yfir einhverja mánuði en getur verið einstakt ferli þar sem unnið er með afmarkað verkefni.  

Ég legg áherslu á trúnað og fagmennsku og starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa og handleiðslufélagsins.


Réttur til handleiðslu og styrkir
Í mörgum fagstéttum er handleiðsla hluti af kjarasamningum eða starfsþróunarstefnu vinnuveitenda.
Stéttarfélög og starfsmenntasjóðir veita gjarnan styrki til handleiðslu, bæði fyrir einstaklinga og hópa.
Hugrún aðstoðar með allar upplýsingar um mögulega styrki og tengingu við viðeigandi sjóði.

Ég er með stofuna mína í Heilsuvernd - Urðarhvarfi 14 

 

 MENNTUN OG REYNSLA

 

Ég er félagsráðgjafi með meistararéttindi og starfsréttindi frá Landlækni. Ég hef lokið diplómanámi í faglegri handleiðslu, jákvæðri sálfræði og mannauðsstjórnun auk þess að vera vottaður markþjálfi. Ég hef sérhæft mig í núvitund, streitustjórnun og seigluþjálfun og kenni aðferðir byggðar á Mind Body Medicine hugmyndafræðinni frá Harvard Medical School og Benson-Henry Institute for Mind Body Medicine. Auk þess er ég Jóga Nidra kennari.

 

Hafa samband við Hugrúnu

Viltu efla lífsgæði, auka hamingju, upplifa meiri ánægju og gleði og efla vellíðan og velgengi í eigin lifi. 

Fáðu ókeypis vinnubókina sem byggir á jákvæðri sálfræði  " Grunnur að góðu lífi" senda til þín